Dúettinn AmEnY heldur tónleika í Skt. Pauls kirkju laugardaginn 22. maí

Laugardagskvöldið 22 maí mun dúettinn AmEnY, sem samanstendur af söngvurunum Önnu Hansen og Arnari Þóri Viðarssyni, halda opnunartónleika ásamt hljómsveit í Sankt Pauls kirkjunni, kirkju Íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn.

Söngskráin samanstendur af 15 lögum, útsettum af AmEnY, sem öll eiga það sameiginlegt að hafa unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í gegnum aldanna rás.

Dyrnar opna klukkan 19:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Aðgangur er ókeypis.

Hægt er að lesa nánar um AmEnY á heimasíðu þeirra www.amenymusic.comVideo Gallery

View more videos