Disney, djass og djöflar

DISNEY, DJASS OG DJÖFLAR

Laugardaginn 17. maí kl. 20, Norðurbryggja

Íslensk söngveisla þar sem meðal annars verður boðið upp á aðalsöngkonu Múm Mr. Sillu, Kvintett Nínu Bjarkar með Kristian Jørgensen á fiðlu, draugasögur og Snar og Snöggur á helíumi.

Komið og heyrið hversu háum hæðum þessir fjórir frumlegu söngvarar ná þegar þeir kanna möguleika söngraddarinnar til hins ýtrasta.

Mr. Silla & Mongoose Nina Björk Silja Heilmann m. ½ teppop

Á aðeins einni kvöldstund verður boðið upp á allt þetta:

Nína Björk Elíasson Group (IS/DK)

Nína Björk blæs lífi í ljóð Kristínar Bjarnadóttur og Elísabetar Jökulsdóttur við undirleik djass-kvartetts sem leikur óvenjuþéttan og áheyrilegan djass. Með sínum einstaka hljómi og spunaæfingum blandar Nína saman þjóðlagatónlist, djass og tilraunakenndri söngleikfimi. Kvartettinn samanstendur af: Jakob Davidsen á hljómborð, Kristina Jørgensen á fiðlu, Martin Bregnhøj á slagverk og Henrik Simonsen á bassa.

Sigríður Eyþórsdóttir (IS) og Tine Louise Kortermand (DK)

Hér fáið þið að njóta söngs og frásagnar Sigríðar á íslenskum draugasögum eins og þær gerast bestar, samtímis verða spilaðir hljóðeffektar og videóverk Tine Louise sem eru full af sköpunarkrafti.

Mr. Silla og Mongoose (IS)

Þegar Mr. Silla (Sigurlaug Guðmundsdóttir úr Múm) með sína einstöku en frumlegu rödd og Mongoose (Magnús B. Skarphéðinsson) með sína frökku blöndu af raftónlist og blús leiða saman hesta sína verður til einstök blanda.

Silja Heilmann (IS) með Teppop (DK)

Með leikrænum tilþrifum óperuheimsins leikur Silja sér með sína óvenju háu sópran-röddu. Á köflum minnir útkoman á Snar og Snöggur frá Disney. Með sér hefur Silja dúettinn Teppop sem saman stendur af bassaleikaranum Morten Vrone Sørensen og Kristoffer Bredal sem leikur á ýmis rafhljóðfæri.   

Miðasala: 100 dkr. í forsölu á netinu http://www.politikenbillet.dk/nordatlanten/

130 dkr. við inganginn. Video Gallery

View more videos