Dansk-íslenskur jazz í heimsklassa

Laugardaginn 21. nóvember, kl. 20:00 verða haldnir jazztónleikar á Norðurbryggju í boði Sendiráðs Íslands, Dansk-íslenska Viðskiptaráðsins, Norðurbryggju og Langvad sjóðsins.

Tónleikarnir eru afrakstur samvinnu íslenskra og danskra tónlistarmanna, þar sem einn af þekktustu jazz tónlistarmönnum Danmerkur stígur á svið með íslenskum jazz gítarsnillingi. Þeir sem fram koma eru Ole Koch Hansen (píanó) og Mads Vinding (bassa), ásamt gítarleikaranum Birni Thoroddsen og trommuleikaranum Jóhanni Hjörleifssyni.

Á tónleikunum er boðið upp á “jazzaða “ túlkun á bæði dönskum og íslenskum tónlistarperlum og er þetta einstakt tækifæri fyrir alla tónlistarunnendur sem hafa áhuga á danskri og/eða íslenskri tónlist.

Það er takmarkað sætaframboð og skráning fer fram hjá selma@mfa.isVideo Gallery

View more videos