Danir jákvæðir í garð íslenskra kaupsýslumanna

Um þriðjungur Dana er jákvæður gagnvart þátttöku íslenskra kaupsýslumanna í dönsku viðskiptalífi samkvæmt nýrri Gallup könnun í Danmörku. Einn af hverjum tíu Dönum er neikvæður gagnvart þátttöku íslenskra kaupsýslumanna. Könnunin var gerð eftir að danska Ekstra Bladet fjallaði um íslenska kaupsýslumenn. Sjö af hverjum tíu Dönum höfðu hvorki lesið né heyrt af umfjöllun blaðsins. Af þeim sem höfðu lesið umföllunina eða heyrt af henni töldu fjórir af hverjum tíu hana vera trúverðuga. Tveir af hverjum tíu töldu hana hinsvegar vera ótrúverðuga.

Video Gallery

View more videos