Dagur Jóns Sigurðssonar og Jónsverðlaunin

Dagur Jóns Sigurðssonar var hátíðlegur haldinn í fyrsta sinn á sumardaginn fyrsta 24. apríl 2008 í Jónshúsi. Forseti Alþingis flutti hátíðaræðu. Í tilefni dagsins voru veitt verðlaun Jóns Sigurðssonar og voru þau í fyrsta sinn veitt Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi. Flutt voru menningaratriði: Snorri Wium söng við undirleik Evu Þyríar Hilmarsdóttur og Böðvar Guðmundsson tók saman og flutti efnið Jón Sigurðsson og skáldin. Húsfyllir var á samkomunni sem tókst í alla staði vel og vakti athygli íslenskra fjölmiðla. Sendiherra stjórnaði samkomunni.Video Gallery

View more videos