COBRA Reykjavík

Sýningin COBRA Reykjavík opnar í Kunstcentret Silkeborg Bad 1. september 2007. Á sýningunni er sjónum m.a. beint að samskiptum danskra og íslenskra listamanna í COBRA hópnum og verkum Svavars Guðnasonar gert hátt undir höfði. Umsjónarmaður sýningarinnar er Per Hovdinak, sérfræðingur um COBRA-hópinn. Sýningin kemur til Kunstcentret Silkeborg Bad frá Listasafni Íslands þar sem hún stóð fyrr í sumar. Frá Silkeborg fer sýningin áfram til Þrándheims í Noregi.

Það er borgarstjóri Silkeborg, Jens Erik Jørgensen, sem opnar sýninguna sem verður opin til 2. desember 2007.

KunstCentret Silkeborg Bad
Gjessøvej 40
DK-8600 Silkeborg
www.silkeborgbad.dk

Video Gallery

View more videos