Brynhildur Þórarinsdóttir fær Norrænu barnabókaverðlaunin

Brynhildur Þórarinsdóttir fékk Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 afhent í Danmörku í síðasta mánuði fyrir barnabækur gerðar eftir Njálu, Eglu og Laxdælu en Margrét E. Laxness myndskreytti bækurnar. Brynhildur leggur nú lokahönd á næstu bók sína en sú gerist þó ekki á þjóðveldistímanum heldur á Íslandi nútímans. Um er að ræða barnabók um tvo krakka sem kynnast þegar þau eru að byrja í sex ára bekk og það hvernig þau takast á við fyrstu mánuðina í skóla.

Brynhildur, sem er fædd 1970, hefur klárað MA-nám í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands með áherslu á miðaldabókmenntir. Hún starfar sem rithöfundur og kennir jafnframt við Háskólann á Akureyri.

Video Gallery

View more videos