Brák

brak

Brák er einleikur í fullri lengd eftir Brynhildi Guðjónsdóttur. Verkið er ætlað fullorðnum og er sérstaklega samið fyrir Söguleikhúsið til sýninga á Söguloftinu á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Leikritið er saga Þorgerðar Brákar, fóstru Egils Skallagrímssonar og ambáttar Skallagríms Kveldúlfssonar, unnið upp úr Egilssögu, innblásið af Sagnahefð sögualdar á Íslandi og sögum þeirra fjölmörgu kvenna sem hnepptar voru í ánauð og fluttar til Íslands á Víkingaöld. Verkið varpar ennfremur ljósi á að það var ambáttin Þorgerður Brák sem fóstraði skáldskapargáfu mesta skálds Íslendinga. Sýningin byggist að mestu upp á hinu talaða orði en líka á söng og hreyfingu. Verkið er létt og skemmtilegt og höfðar til áhorfenda frá 8 - 108. Svo fremi heyrn og sjón sé í lagi.

Sýningin er á íslendku og verða sýningarnar tvær, föstudaginn 6. febrúar, kl. 20:00, og laugardag 7. febrúar, kl. 20:00.

Miðaverð 110 krónur

Miðasala og panntanir í móttöku Bryggjunnar eða í síma 32833700.

Nánari upplýsingar á heimasíðunum www.bryggen.dk og www.landnam.is.Video Gallery

View more videos