Børsen: Viðsnúningur hjá Magasin

Viðskiptablaðið Börsen segir frá viðsnúningi í rekstri Magasin Du Nord í Danmörku á síðasta liðnu ári. Í viðtali við blaðið segir Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Magasin, að jólasalan hafi vaxið um 7% frá því á árinu á undan. Samkvæmt Jóni byrjar árið 2006 líka vel þar sem salan í janúar sé nú þegar 8% yfir áætlununum. Áður en íslensku eigendurnir tóku við rekstri vöruhússins var það rekið með miklu tapi. Jón segi að þó svo að gera megi ráð fyrir hagnaði af reglulegri starfsemi félagsins strax á þessu ári, verði heildarniðurstaðan væntanlega neikvæð næstu tvö árin vegna mikilla afskrifta og nauðsynlegra fjárfestinga í tölvubúnaði og endurnýjun húsnæðis.

Sjá viðtalið við Jón Björnsson í Börsen í dag.

Video Gallery

View more videos