Björgvin Halldórsson heldur tónleika í Kaupmannahöfn

Síðast voru það Stuðmenn og Sálin sem slógu í gegn en nú verður það hinn ástsæli söngvari Björgvin Halldórsson sem kemur til Hafnar og endurtekur leikinn frá því í fyrra er hann fyllti Laugardalshöllina þrisvar sinnum.
Hann mætir ásamt stórhljómsveit sinni og strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu Óperunnar í Kaupmannahöfn, sem og mörgum af fremstu dægurlagasöngvurum og hljóðfæraleikurum úr íslensku tónlistarlífi.

Björgvin mun flytja mörg af sínum bestu lögum í útsetningu stjórnandans Þóris Baldurssonar ásamt gestasöngvurunum Stefáni Hilmarssyni, Svölu Björgvins, Siggu Beinteins, Eyjólfi Kristjánssyni, Regínu Ósk og fleirum. Þá verður leynigesturinn á sínum stað líkt og síðast. Stórhljómsveit Björgvins skipa þeir: Þórir Baldursson, Róbert Þórhallsson, Þórir Úlvarsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Mattías Stefánsson, Tatu Kantoma og Benedikt Brynleifsson.

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Icelandair og fara fram undir borðhaldi í hinni glæsilegu Cirkusbyggingu sem rúmar 900 manns í sæti. Síðar um kvöldið hefst dansleikur sem stendur fram á nótt þar sem tónlistarfólkið kemur fram ásamt Björgvin og hljómsveit hans. Kynnir verður Þorvaldur Flem
ming.
     

Sala aðgöngumiða er hafin á vefsíðu Icelandair www.icelandair.is sem selur heildarpakka til Kaupmanna-hafnar sem innifelur flug, gistingu og aðgöngumiða á tónleikana.
Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Hótelbókunum í gegnum tölvupóst. Við seljum einnig aðgöngumiða á tónleikana til þeirra sem ekki hafa tök á að kaupa pakka hjá Icelandair og/eða eru búsettir í Skandinavíu. Miðaverð er DKK 1.800/mann og innifelur dinner-tónleika-dansleik frá kl. 19-02. Greiða þarf staðfestar pantanir í janúar 2008.
Smellið hér til að senda okkur pöntun eða fyrirspurn.

Video Gallery

View more videos