Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs, sem fer fram 20. október nk., er hafin í sendiráðinu. Hægt er að kjósa á opnunartíma sendiráðsins alla virka daga milli 10:00-15:30 og hjá ræðismönnum eftir samkomulagi. Upplýsingar um ræðismenn má finna hér á heimasíðu sendiráðsins. Athygli er vakin á því að kjósendur bera sjálfir ábyrgð á því að póstleggja atkvæði sín til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Sjá nánar á http://www.kosning.is

Um kjörskrá: http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2012/kjosendur/kjorskra/

Video Gallery

View more videos