Andlát ræðismanns Íslands í Randers
Henning Ove Knudsen, ræðismaður Íslands í Randers á Jótlandi, lést laugardaginn 15. janúar 2005. Útförin fer fram laugardaginn 22. janúar kl. 13:00. Eiginkona ræðismannsins, Rita, lést s.l. febrúar. Eftirlifandi eru þrjú börn þeirra hjóna. Sonur þeirra, Henrik Ove Knudsen er vararæðismaður og sinnir ræðisstörfum frá sama stað og faðir hans gerði.