Anders Berndtsson nýr forstjóri Norðurbryggju tekur til starfa 1. ágúst

Anders Berndtsson verður næsti forstjóri menningarstofnunarinnar Norðurbryggju í Kaupmannahöfn og tekur hann við af Helgu Hjörvar. Anders Berndtsson (1971) er fæddur og uppalinn á Álandseyjunum. Hann nam leiklist við Tukakteateret í Danmörku og Silamiut í Nuuk á Grænlandi. Á níunda áratugnum ferðaðist hann sem atvinnuleikar um Norðurlöndin og víðs vegar um heiminn. Árið 1996 gerðist hann leikhússtjóri við Segel, fyrsta atvinnuleikhús Álandseyja.

Síðustu átta árin hefur Anders Berndtsson gengt starfi framkvæmdastjóra Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi (NAPA) í menningarhúsinu Katuaq í Nuuk. Þar hefur hann staðið fyrir þróun og framkvæmd verkefna með það að leiðarljósi að koma grænlenskri menningu og list á framfæri innan lands og utan.

Anders Berndtsson er giftur grænlenskri konu og býr að því að geta talað nokkur Norðurlandamál ásamt grænlensku. Hann flytur frá Grænlandi til Danmerkur með viðamikið veganesti af þekkingu á norrænni list og menningu ásamt samböndum á Norðurlöndunum og víðs vegar í heiminum.

 Video Gallery

View more videos