Alþjóðlegur baráttudagur kvenna: Hádegisfundur 8. mars í Jónshúsi

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna: Hádegisfundur 8. mars í Jónshúsi

Kæru femínistar nær og fjær.

Við höldum upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna að venju. Að þessu sinni ætlum við að hittast í hádeginu og vonum við að það mælist vel fyrir.
Fundurinn verður sunnudaginn 8. mars kl. 12.00 í Jónshúsi.

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra mun ávarpa fundinn og fjalla um störf sín á alþingi í þágu kvenna og horfir jafnframt fram á veginn. Vonandi verða hressilegar umræður í kjölfar ræðu hennar.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, tónskald hefur samið lag fyrir Kvennakórasamband Íslands sem verður frumflutt 8. mars víðs vegar um Ísland og einnig á baráttufundinum hér í Kaupmannahöfn. Það er að sjálfsögðu Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn sem frumflytur verkið og mun einnig syngja nokkur lög. Kvennakórinn sér líka um veitingasölu eins og venjulega og boðið verður upp á vínglas.

Látið boðin berast. Sjáumst sunnudaginn 8. mars kl. 12.00 í Jónshúsi,
Øster Voldgade 12 , 1350 København K.


Erla Sigurðardóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir og Rósa Erlingsdóttir


Video Gallery

View more videos