Alþingi samþykkir neyðarlög vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði

Alþingi samþykkti seint í gærkvöldi neyðarlög vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Lögin fela í sér víðtækar heimildir um inngrip stjórnvalda á fjármálamarkaði og hafa þau þegar tekið gildi. Samkvæmt lögunum hefur ríkið heimild til að grípa inn í starfsemi banka, sparisjóða og annarra fjármálafyrirtækja sem og að starfsrækja fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið fær heimild til að yfirtaka rekstur banka í heild eða að hluta. Íbúðalánasjóður getur tekið yfir íbúðalán bankanna.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti ávarp síðdegis í gær vegna aðstæðnanna á fjármálamarkaði og sagði m.a.: "Ég vil taka af öll tvímæli um að innstæður Íslendinga og séreignasparnaður í íslensku bönkunum öllum er tryggur og ríkissjóður mun sjá til þess slíkar inneignir skili sér til sparifjáreigenda að fullu. Um þetta þarf enginn að efast. Þá munu stjórnvöld sjá til þess að atvinnulíf landsins hafi aðgang að fjármagni og bankaþjónustu eftir því sem frekast er unnt."

Nýsamþykkt lög eru hér á Alþingisvefnum.

Ávarp forsætisráðherra er hér á vefsíðu forsætisráðuneytisins.

Video Gallery

View more videos