Afhending trúnaðarbréfs í Tyrklandi

Sturla Sigurjónsson afhenti 16. desember sl. Abdullah Gül, forseta Tyrklands, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands þar í landi. Auk samtals við forsetann, átti sendiherra fundi með Ayse Sezgin, aðstoðar-ráðuneytisstjóra tyrkenska utanríkisráðuneytisins, Sanivar Olgun, prótókollstjóra, og Adnan Basaga, skrifstofustjóra Evrópumála. Þá snæddi sendiherra kvöldverð með hópi tæplega þrjátíu tyrkneskra gesta í boði Selim Sariibrahimoglu, aðalræðismanns Íslands í Ankara, og vinnuhádegisverð með sendiherrum annarra Norðurlanda í boði sendiherra DanmerkurVideo Gallery

View more videos