Afhending trúnaðarbréfs í Búlgaríu

Sturla Sigurjónsson afhenti Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, trúnaðarbréf 30. apríl sl. sem sendiherra Íslands þar í landi. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Sofia en áður átti sendiherra fund með Marin Raykov, aðstoðar-utanríkisráðherra Búlgaríu. Á þessum fundum var m.a. rætt um eflingu tvíhliða samskipta ríkjanna og umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.Video Gallery

View more videos