Aðalfundur Viðskiptanetsins í Danmörku var vel sóttur, þann 10. mars 2011.

Aðalfundur Viðskiptanetsins 2011 var haldinn í íslenska sendiherrabústaðnum þann 10. mars sl.   Fundurinn var vel sóttur.    Eftir að sendiherra ávarpaði gesti og bauð þá velkomna var aðalfundurinn settur og farið var yfir starfsemi liðins árs.   Tilgangur félagsins, að vera óformlegur vettvangur tengslamyndunar Íslendinga í dönsku atvinnulífi, var áréttaður auk þess sem á það var minnt að meðlimir netsins eru oft boðnir á aðra viðburði tengda sendiráðinu og Dansk-íslenska viðskiptaráðinu.   Stjórnin var endurkjörin en hana skipa Kristín Hjálmtýsdóttir frá Dansk-íslenska viðskiptaráðinu,  Viðar Ingason viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands og Vigdís Finnsdóttir eigandi Boutique Fisk í Kaupmannahöfn.

 

Á fundi Viðskiptanetsins að þessu sinni fluttu tveir Íslendingar erindi.  Annars vegar Birna Karen Einarsdóttir sem rekur verslanir sínar Birna Concept Shop í Kaupmannahöfn, Reykjavík og víðar  og hins vegar Hrannar Hólm sem var einn eigenda og aðalstjórnenda Capacent á Norðurlöndum en hefur nú stofnað ráðgjafar- og fjárfestingafélagið HGG Partners ásamt tveimur félögum sínum.  Þau Birna og Hrannar miðluðu af langri reynslu sinni, sögðu frá muninum á starfsumhverfi í Danmörku og Íslandi o.fl.

 

Næsti fundur Viðskiptanetsins er fyrirhugaður á komandi hausti.  Nokkrir nýir meðlimir skráðu sig í netið að þessu sinni og eru allir þeir Íslendingar sem standa í rekstri í DK eða hafa plön um slíkt hvattir til að skrá sig í gegnum tölvupóstfangið vidar@mfa.is.Video Gallery

View more videos