Aðalfundur Dansk-íslenska viðskiptaráðsins var haldinn í sendiráðinu í Kaupmannahöfn þann 26. nóvember.

DIV_004

Aðalfundur Dansk-íslenska viðskiptaráðsins var haldinn í sendiráðinu í Kaupmannahöfn þann 26. nóvember. Í kjölfar fundarins var boðið til “gå-hjem møde” sem tæplega 30 manns sóttu. Á fundinn buðu gesti velkomna þeir Sturla sigurjónsson sendiherra og Sverrir Sverrisson, formaður stjórnar Dansk-íslenska viðskiptaráðsins.  Henrik Ladefoged, framkvæmdastjóri Marel Danmark og Ragna Sara Jónsdóttir yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar kynntu sín fyrirtæki með jákvæðum fregnum og framtíðarhorfum og var gerður góður rómur að erindum þeirra auk þess sem þau svöruðu spurningum gesta.

DIV_011Video Gallery

View more videos