8165 Íslendingar skráðir í Danmörku

Stundum er sagt að Íslendingar í Danmörku séu um tíu þúsund talsins og það er ekki fjarri lagi því samkvæmt danska hagtölubankanum eru 8165 Íslendingar skráðir í Danmörku. Þá eru ótaldir þeir Íslendingar sem dvelja skamma stund í landinu og/eða oft á ári við störf, án þess að vera skráðir. Talan 8165 felur í sér íslenska ríkisborgara á skrá í Danmörku auk þeirra sem nýverið hafa fengið danskan ríkisborgararétt. Íslenskir ríkisborgarar í Danmörku skráðir sem innflytjendur eru 6835 talsins. Alls er á tólfta hundrað íslenskra námsmanna í Danmörku sem fá lán frá LÍN, en auk þeirra er fjöldinn allur af íslenskum ríkisborgurum við nám í Danmörku sem ekki taka lán frá LÍN en njóta hins danska námsstyrkjakerfis.

Íslendingar í Danmörku skiptast þannig eftir svæðum:

Höfuðborgarsvæðið 2616
Sjálandssvæðið 353
Suður-Danmörk 1482
Mið-Jótland 1663
Norður-Jótland 721

Eftirtalin sveitarfélög með 100 Íslendinga eða fleiri á skrá:

Kaupmannahöfn 1371
Friðriksberg 226
Gladsaxe 227
Esbjerg 107
Kolding 137
Óðinsvé 516
Sönderborg 274
Horsens 432
Árósar 721
Thisted 145
Álaborg 343

Sjá nánar: http://www.statistikbanken.dk

Video Gallery

View more videos