120 fyrirtæki á vestnorrænni ferðakaupstefnu

Vestnorden ferðakaupstefnan er haldin í Kaupmannahöfn 16. og 17. september og verður Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra á meðal boðsgesta.

Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) standa að Vestnorden og í þeim eru Ísland, Færeyjar og Grænland. Þetta er í 24. sinn sem þessi ferðakaupstefna er haldin og að þessu sinni er framkvæmdin í höndum Grænlendinga. Tæplega 120 fyrirtæki frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi eru skráð í ár og kynna vöru sína og þjónustu fyrir kaupendum. Skráðir ferðaheildsalar, eða kaupendur eru 86 talsins og koma frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Á kaupstefnuna koma einnig blaðamenn og aðrir boðsgestir og meðal boðsgesta í ár í Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra eins og áður segir.Video Gallery

View more videos