Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kjörs forseta Íslands 30. júní 2012

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í sendiráði Íslands í Berlín og hjá ræðismönnum er hafin.

 
Í sendiráðinu í Berlín er hægt að kjósa alla virka daga frá kl. 09:00-16:00, en  til hagræðingar eru væntanlegir kjósendur vinsamlegast beðnir um að gera boð á undan sér.  
Jafnframt er unnt að kjósa hjá ræðismönnum Íslands og eru væntanlegir kjósendur vinsamlegast beðnir um að hafa samband við viðkomandi ræðismann til að sammælast um tíma.
Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd t.d. íslenskt vegabréf, þegar komið er í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa.
Athygli kjósenda skal vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sitt eða koma því á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. 
Kosningarétt hafa þeir kjósendur sem hafa kosningarétt til Alþingis, sjá 1. gr. laga nr. 36/1945, lög um framboð og kjör forseta Íslands.
Ýmsar hagnýtar upplýsingar um kosningarnar er að finna á vefsetrinu: http://www.kosning.is/forsetakosningar
Í Þýskalandi er unnt að kjósa utan kjörfundar á eftirtöldum stöðum: 
 
Berlín: Sendiráð Íslands, Rauchstr. 1, 10787 Berlin sími +49 (30) 5050 4000, netfang: infoberlin @mfa.is
 
Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá eftirtöldum ræðismönnum Íslands í umdæmislöndum sendiráðsins í Berlín:
 
Pólland:
 
Serbía:
 
 
 
 

Video Gallery

View more videos