Sendiherra Íslands opnar fjölmenna alþjóðlega siglingahátíð í Rostock, Þýskalandi

við opnunarsetninguna

Þann 10. ágúst síðastliðinn var Sendiherra Íslands í Þýskalandi, Herra Ólafur Davíðsson, viðstaddur opnunardagskrá hinnar árlegu siglingahátíðar Evrópu í Rostock, Þýskalandi. Sendiherrann var sérstakur heiðursgestur ásamt Peer Steinbrück fjármálaráðherra Þýskalands, Harald Ringsdorff forsætisráðherra sambandslandsins Mecklenburg-Vopommern og Roland Methling borgarstjóra Rostock.

Sendiherra á Hansa Rostock

Þungamiðja hátíðarinnar, sem nú var haldin í 16. sinn, beindist að siglingum og málefnum hafsins, auk þess sem fjölbreyttar landakynningar fóru fram. Það telst til venju að það land sem fer með formennsku í Eystrasaltsráðinu sé sérstakur gestur hátíðarinnar og í ár var Ísland í því hlutverki.

Á hátíðinni var efnt til fjölmargra kynninga tengdum Íslandi með þátttöku Ferðamálaráðs, íslenskra fyrirtækja, tónlistarmanna auk bókmenntakynninga.

Hanse_Sail_Rostock_2006_067

Fullyrða má að vel hafi til tekist og verðskulduð athygli náðst, bæði meðal háttsettra þýskra stjórnmálamanna, sem og þýskra fulltrúa á sviði viðskipta-og ferðamála, auk gífurlegs fjölda hátíðargesta sem tóku þátt í hinni fjölbreyttu fjögurra daga dagskrá sem stóð frá 10.-13. ágúst.

island_031

Ítarlegri umsögn má finna um hátíðina ásamt myndum í Stiklur, vefriti viðskiptaskrifstofu, á slóðinni: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Stiklur2005/10.tbl.Stiklna.pdf

Video Gallery

View more videos