Íslandsmyndir í Köln / Islandbilder in Köln

Menningarhátíðin Íslandsmyndir í Köln

18. -26. nóvember 2005

Efnt verður til glæsilegrar íslenskrar menningar- og listahátíðar í Köln frá 18. - 26. nóvember nk. Kynntar verða sex mismunandi listgreinar, hönnun, nútímamyndlist, ljósmyndun, bókmenntir, kvikmyndir og tónlist. Hönnunarsýning, myndlistarsýning og ljósmyndasýning standa til desember/janúarloka. Um 100 listamenn og rithöfundar taka þátt í hátíðinni.

Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Jürgen Rüttgers forsætisráðherra sambandslandsins Nordrhein Westfalen eru verndarar hátíðarinnar. Utanríkisráðherra mun opna hátíðina þann 18. nóvember og einnig flytja ávarp á hátíðarsamkomu Þýsk-íslenska vináttufélagsins í Köln að morgni 19.nóvember.

Efnt er til hátíðarinnar í tilefni af 50 ára stofnafmæli Þýsk-íslenska vináttufélagsins í Köln nú í haust en það félag, ásamt Þýsk-íslenska vináttufélaginu í Hamborg, hefur um langt skeið staðið að öflugri kynningu á landi og þjóð í Þýskalandi. Ljósmyndasafnið Alfred-Ehrhard-Stiftung í Köln er einn af aðalskipuleggjendum hátíðarinnar, en Alfred Ehrhard ljósmyndari starfaði á Íslandi á fjórða áratugnum og varð mikill Íslandsvinur.

Mikil áhersla er lögð á kynningu hátíðarinnar. Send hafa verið út upplýsingar um hátíðina á 80 þúsund aðila um allt Þýskaland og til aðila á umræddum sviðum í þýskumælandi nágrannalöndum. Jafnframt mun ein stærsta útvarps- og sjónvarpsstöð Þýskalands, West Deutscher Rundfunk, og nokkrar aðrar sjónvarps og útvarpsstöðvar, auk dagblaða, gera hátíðinni skil og verður m.a. útvarpað beint tónleikum og upplestrum á WDR útvarpsstöðinni.

Hátíðin er styrkt af þýskum og íslenskum opinberum aðilum, stofnunum og fyrirtækjum. Samstarfsaðilar eru: Þjóðminjasafn Íslands, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Kvikmyndamiðstöðin, Listasafn Íslands, Galleri i8, Kitschen Motores og 12 tónar.

Íslensk fyrirtæki leggja hátíðinni til veglegan stuðning: Icelandair er aðalkostunaraðili hátíðarinnar en aðrir kostunaraðilar eru Ferðamálaráð, Samskip, SH - Þýskalandi, Actavis, Island Tours, Picken Pack og Ísey.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar og listamenn sem þátt taka er http://www.islandfestival.de/
Kulturfestival Islandbilder in Köln

ULTURFESTIVAL ISLANDBILDER IN KÖLN

18. - 26. November 2005

Das Kulturfestival „Islandbilder" /„Íslandsmyndir" vom 18. bis 26. November 2005, mit Ausstellungen bis Ende Januar 2006, präsentiert das bisher umfassendste Spektrum aktueller isländischer Kunst und Kultur in Deutschland. Mehr als 100 Künstler zeigen einen repräsentativen Querschnitt durch die aktuelle isländische Kunst-, Literatur-, Musik-, Film- und Designszene. Schirmherren des Festivals sind Geir Haarde und der Ministerpräsident Nordrhein-Westfalens, Jürgen Rüttgers.

Das Festival wird am 18. November im Museum für Angewandte Kunst von Außenminister Geir Haarde eröffnet. Das 32. Kölner Island-Kolloquium am 19. November mit Außenminister Geir Haarde als Ehrengast steht im Zeichen des 50-jährigen Jubiläums der Deutsch-Isländischen Gesellschaft Köln. Alle Island-Freunde und Interessierte sind herzlich willkommen.

Köln wird im Zeichen Islands stehen; isländische Künstler werden an vielen Veranstaltungsorten der Stadt auftreten. Für jede Sparte - Bildende Kunst, Fotografie, Film, Literatur, Musik, Mode & Design - wurden eingeführte Veranstaltungspartner gewonnen, u.a. das Museum für Angewandte Kunst, Stadtgarten, Forum für Fotografie, Literaturhaus Köln, C.A.T., Kulturkirche, Rotonda. Das Festivalzentrum im Kölner Filmhaus, welches auch die Filmtage ausrichtet, ist Informations- und Treffpunkt, Pressezentrum und Forum für Vorträge.

Das Festival wird ermöglicht aus Mitteln von Ministerien, Institutionen und Stiftungen in Island und Nordrhein-Westfalen. Dank gilt der großzügigen Unterstützung zahlreicher isländischer und deutscher Unternehmen und ihrem Beitrag für dieses ambitionierte Festival.

Das Programm, Informationen zu allen Künstlern/-innen sowie zu einzelnen Ausstellungen und Veranstaltungen finden Sie auf der Webseite des Festivals:

http://www.islandfestival.de/Video Gallery

View more videos