Um sendiráðið

Botschaft von Island

Sendiráðið Íslands í Þýskalandi var stofnað í Hamborg árið 1952. Það fluttist til Bonn árið 1955 og svo til Berlínar árið 1999. Það hefur nú fyrirsvar fyrir Póllandi, Króatíu, Svartfjallalandi og Serbíu.

Starfsmenn eru 8 talsins þ.e. þrír útsendir; sendiherra, varamaður sendiherra, sendiráðsfulltrúi og fimm staðarráðnir; viðskiptafulltrúi, ritari sendiherra, ritari í innskráningu og skjalavörslu, ritari í mótttöku og bílstjóri.

Sendiráðið er staðsett í Tiergarten, á sendiráðssvæði Norðurlandanna og mótast starfið í sendiráðinu á samstarfinu við hin norrænu sendiráðin.

Alls starfa 15 kjörræðismenn fyrir sendiráðið, þar af 10 í Þýskalandi.

Kjörræðismenn í Þýskalandi

Kjörræðismaður í Póllandi

Kjörræðismaður í Króatíu

Sem stendur er enginn kjörræðismaður í Svartfjallalandi

Kjörræðismaður í Serbíu

Meginhlutverk sendiráðsins er að hlúa að viðskiptalegum, menningarlegum og pólitískum tengslum Íslands við Þýskaland, Pólland, Króatíu, Svartfjallalandi og Serbíu svo og að veita Íslendingum í löndunum þjónustu og aðstoð.

Heimilisfang:

Rauchstraße 1, 10787 Berlin

Sími.: 49-(0)30 -50 50 40 00View Larger Map

Video Gallery

View more videos