Vegabréf

 

Umsókn um vegabréf

Hægt er að sækja um vegabréf í sendiráði Íslands í Berlín. 

Ekki er lengur hægt að framlengja gildistíma vegabréfa. Vegabréf með handritaðri framlengingu eru frá 24. nóvember 2015 ekki lengur gild ferðaskilríki.

Umsækjandi verður að koma í eigin persónu til að sækja um vegabréf. Í sendiráðinu er tekin passamynd með lífkennum (Biometric) af umsækjanda, auk þess sem rithandarsýnishorn og fingraför vísifingra beggja handa eru skönnuð inn með umsókn. 

Afgreiðslutími sendiráðsins í Berlín er frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 -16:00 alla virka daga, en panta þarf tíma fyrirfram. Athugið að frágangur umsóknar og myndataka getur tekið nokkra stund.

Athygli er vakin á því að greiða verður fyrir vegabréf með reiðufé þegar sótt er um, sjá gjaldskrá hér fyrir neðan.

Vegabréf barna

Við vegabréfaumsóknir barna undir 18 ára aldri þarf skriflegt samþykki beggja foreldra eða forráðamanna að liggja fyrir. Skjal það má finna hér.

Sé barnið mjög ungt er mælst til þess að báðir forsjáraðilar komi með því.

Forsjáraðilar þurfa að framvísa eigin persónuskilríkjum. Börn þurfa að vera komin með kennitölu áður en hægt er að sækja um vegabréf fyrir þau. Ef um fyrsta vegabréf barns er að ræða þarf að framvísa fæðingarvottorði.

Neyðarvegabréf

Í brýnustu neyð geta sendiráð og ræðismenn gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru fyrst og fremst ætluð til að tryggja för handhafa til Íslands en ekki sem ferðaskilríki.

Hraðafgreiðsla vegabréfs getur tekið allt að tveimur virkum dögum í framleiðslu á Íslandi og við þann tíma bætist póstsendingartími á milli landa. 

Nafnabreytingar 

Ef umsækjandi hefur breytt nafni sínu þarf að vera búið að fá staðfest að nýtt nafn hafi verið skráð hjá Þjóðskrá (www.skra.is) áður en sótt er um nýtt vegabréf, annars prentast nafnið í vegabréfið eins og það er skráð við umsókn.

Glatað vegabréf

Hafi eldra vegabréf glatast þarf að skila inn tilkynningu um glatað vegabréf og hafi vegabréfi verið stolið þarf að skila lögregluskýrslu þar að lútandi.

Gjaldskrá

18 - 66 ára                             EUR

Almennt gjald:                       100,00

Fyrir hraðafgreiðslu:              200,00

Fyrir neyðarvegabréf:             50,00

Ökuskírteini:                           50,00

Ökuskírteini 65 ára og eldri    15,00

Aðrir (börn undir 18 ára aldri, ellilífeyrisþegar og öryrkjar)                                    

Almennt gjald:                       45,00

Fyrir hraðafgreiðslu:              90,00

Fyrir neyðarvegabréf:             25,00

Vegabréfin eru útbúin á Íslandi.

Nánari upplýsingar gefur sendiráðið í Berlín.

Upplýsingar um vegabréf er einnig að finna á þjóðskrá.

Sími Þjóðskrá Íslands:  00 354 515 5300, fax: 00 354 515 5310
www.skra.is,  netfang: skra@skra.is

 

 

Video Gallery

View more videos