Kína

Stofnað var til stjórnmálasambands á milli Kína og Íslands í desember 1971 og sendiráð Íslands í Peking var opnað í janúar 1995.


Áritanir:

Kína

Íslendingar þurfa vegabréfsáritun vilji þeir heimsækja Kína. Kínverska sendiráðið í Reykjavík að Víðimel 29 annast útgáfu vegabréfsáritana á Íslandi. Annars er utanríkisþjónusta Kínverja mjög víðfeðm og hægt að nálgast leyfi til að komast inn í landið í flestum stærri borgum heims.

Hong Kong SAR og Macao SAR

Íslendingar þurfa ekki vegabréfaáritun til að komast inn í Hong Kong SAR og Macaó SAR. Reglur um áritanir á þessum tveimur sérstöku stjórnarsvæðum (Special Administrative Region) eru ekki tengdar reglum Alþýðulýðveldisins Kína.

china coat of honour

Video Gallery

View more videos