Tryggingar

Hér er að finna almennar upplýsingar um tryggingamál bæði fyrir ferðamenn sem og námsfólk í Kína

Tryggingastofnun Ríkisins (TR)

Tryggingastofnun Ríkisins tryggir íslenska ferðamenn á ferðum sínum um Kína upp að vissu marki. Endurgreiðsla af sjúkrakostnaði er miðuð við kostnað á Íslandi og svo er greitt ákveðið hlutafall af þeim kostnaði sem er umfram ef um slíkt er að ræða.

Hjá ferðamanni er hlutfallið eftirfarandi;

  • Af kostnaði fyrstu 75.000 kr. greiðast 50%

  • Af kostnaði umfram 75.000 greiðast 75%

  • Af kostnaði umfram 10.000.000 greiðast 90%

Hjá námsmanni eru hlutfallið eftirfarandi;

  • Af kostnaði fyrstu 75.000 kr. greiðast 75%

  • Af kostnaði umfram 75.000 greiðast 90%

  • Af kostnaði umfram 10.000.000 greiðast 100'%

Hafi viðkomandi tekið sér sjúkra- eða slysatryggingu hjá vátryggingarfélagi sem greiðir hluta kostnaðarins, á viðkomandi ekki rétt á greiðslu frá Tryggingastofnun vegna umframkostnaðar, nema að því leyti sem vátryggingarfélagið bætir hann ekki. Sama á við ef um bætur er að ræða frá þriðja aðila.

Einstaklingur getur fengið svokallaða tryggingayfirlýsingu áður en farið er. Þar kemur fram að viðkomandi sé tryggður á Íslandi. Yfirlýsingin er í raun bara staðfesting og er ekki hægt að greiða með henni.

Það skal tekið fram að þessar upplýsingar eru breytingum undirlagðar og eru byggðar á gögnum frá Tryggingastofnun Ríkisins. Því er mælt með að leita sér nýjustu upplýsinga hjá TR.

Vátryggingarfélög

Íslensk vátryggingarfélög bjóða uppá mismuandi kjör eftir einstaklingum. Því er mælt með að hafa samband við vátryggingafélögin til að fá nákvæmt verð fyrir ferða- og slysatryggingu sé slíkt ekki innifalið í heimilistryggingunni.

Námsmenn þurfa að tryggja sig sérstaklega þar sem námsmannatrygging er að jafnaði ekki innifalin í heimilistryggingu.

MasterCard
Emergency number: ( 354) 533 1400
http://www.europay.is

VISA
Emergency number ( 354) 525 2211
www.valitor.is

Tryggingamiðstöðin hf.
Telephone number: ( 354) 515 2000
Emergency number: ( 354) 800 6700
www.tryggingamidstodin.is

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Telephone number: ( 354) 440 2000
www.sjova.is

VÍS Vátryggingarfélag Íslands
Telephone number ( 354) 560 5000
www.vis.is

Video Gallery

View more videos