Íslendingaskrá

Sendiráð Íslands í Beijing vinnur að því að uppfæra skrá yfir Íslendinga sem búsettir eru í Kína og umdæmislöndum sendiráðsins. Þau eru: Ástralía, Mongólía, N-Kórea, Nýja-Sjáland, S-Kórea, Kambódía, Laos og Víetnam.

Uppfærsla á Íslendingaskrá er m.a liður í að auka skilvirkni í neyðaráætlun sendiráðsins. Ástæða er til að ítreka að farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og enginn utan sendiráðsins hefur aðgang að þeim. Því viljum við hvetja sem flesta til að skrá sig. Sjá leiðbeiningar neðar á síðunni.

Hvað er Íslendingaskrá?
Íslendingaskrá er ein af grunnstoðum neyðaráætlunar sendiráðsins. Skráin verður notuð í neyðartilfellum s.s ef kallað er eftir heildarbrottflutningi á íslenskum ríkisborgurum eða ef veita þarf neyðaraðstoð á tilteknum svæðum. Íslendingaskráin getur einnig orðið að liði við aðstoð til einstaklinga t.a.m. vegna slysfara eða andláts.

Rétt er einnig að benda á að Íslendingum er iðulega boðin þátttaka í viðburðum á vegum sendiráðsins. Rétt skrá tryggir að allir geti fengið upplýsingar um slíkt s.s vegna opinberra heimsókna íslenskra ráðamanna og viðburða á vegum Íslendingafélagsins.

Hverjir geta skráð sig?
Allir íslenskir ríkisborgarar sem dvelja í Kína eða umdæmislöndum sendiráðsins í a.m.k 3 mánuði eru hvattir til að skrá sig.

Hvernig skrái ég mig?
Hægt er að skrá sig á tvo vegu.

  1. Hægt er að hlaða niður eyðublaðinu sem er hér fyrir neðan. Skjalið er fyllt út og vistað. Skjalið er svo sent rafrænt sem viðhengi til sendiráðsins í Kína á netfangið, icemb.beijing@utn.stjr.is
  2. Eyðublaðið er prentað og það fyllt út. Skjalið er svo sent í bréfpósti eða faxað til sendiráðsins í Kína. Heimilisfangið er: Embassy of Iceland, Beijing Landmark Tower 1 #802, No. 8 Dongsanhuan Bei Lu, Chaoyang District, Beijing 100004, China. Faxnúmerið er: 86 (10) 6590 -7801.  

Hvernig afskrái ég mig eða breyti skráðum upplýsingum?
Óskir þess efnis sendist sendiráðinu. Ítrekað er mikilvægi þess að fram komi hvaða upplýsingum eigi að breyta. Skeytið skal sent á netfang sendiráðsins, icemb.beijing@utn.stjr.is

Um uppfærslu Íslendingaskrár
Stefnt er á að uppfæra Íslendingaskrá einu sinni á ári. Þeir sem skrá sig  mega búast við því að fá  áminningarskeyti frá sendiráðinu þess efnis árlega.  

Mikilvægt er að skráin sé sem nákvæmust til að hægt sé að bregðast skilvirkt við í neyðartilvikum. Í ljósi þess óskum við eftir aðstoð ykkar til að viðhaldra réttri skráningu.

Sendiráðinu væri gagn af því að þessum upplýsingum væri komið á framfæri við alla þá Íslendinga sem dvelja í umdæmislöndum sendiráðsins í Beijing.

Við ítrekum að farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Video Gallery

View more videos