Bólusetningar

Áður en ferðast er til Austurlanda þarf að huga vel að bólusetningum við sjúkdómum sem kunna að gera vart við sig. Sumar bólusetningar verður að endurtaka fyrir brottför þannig að rétt er að huga að þeim í tíma. Þörfin á þessu sviði er breytileg þannig að réttast er að leita til heilsuverndarstöðvar sem býr yfir nýjustu upplýsingum sem dreift er alþjóðlega á þessu sviði. Margar kvefpestir og flensur sem fara í hringferðir um heiminn eiga sér upphafsstað í innhéruðum Kína. Sérstaklega þarf að vara sig sé haldið inn í þróunarlönd í suð-austur Asíu eins og t.d. Laos og Búrma. Það er einfaldlega góð regla að ráðfæra sig við heimilislækni eða aðra sérfræðinga um þessi mál og þau svæði sem á skal halda. Meðal þeirra sjúkdóma sem að fólk hefur verið bólusótt við er lifrarbólga A, lifrarbólga B, taugaveiki, gulusótt, japönsk heilahimnubólga, barnaveiki og stífkrampi. Vestrænir spítalar eru í Peking og Hong Kong og með auknum framförum og stríðari straumi útlendinga til borga eins og Guangzhou og Sjanghæ eykst og eflist læknisþjónusta á ensku.

Nánar upplýsingar fást hjá Heilsugæslunni í Reykjavík.

Video Gallery

View more videos