Áritanir

Íslendingar þurfa vegabréfsáritun vilji þeir heimsækja Kína. Kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt um herta framkvæmd á útgáfu vegabréfaáritana til Kína. Í ljósi þess bendir sendiráðið öllum sem hagsmuni eiga að gæta að leita sér öruggra upplýsinga. Minnt er á að sækja um áritanir með sem allra lengstum fyrirvara.

Kínverska sendiráðið í Reykjavík annast útgáfu vegabréfsáritana á Íslandi og á heimasíðu þeirra er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar.

Sendiráð Kína í Reykjavík
Bríetartún 1
105 Reykjavik
Sími: 00354-5276688
Fax: 00354-5626110
Netfang: chinaemb@simnet.is
Heimasíða: http://is.china-embassy.org/eng/

Opnunartímar: 09:00-11:30 (Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga)

Frekari upplýsingar um reglugerð vegabréfsáritana er að finna á heimasíðu kínverskra stjórnvalda.

Hong Kong SAR og Macao SAR

Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til að komast inn í Hong Kong SAR og Macaó SAR. Reglur um landvist á þessum tveimur sérstöku stjórnarsvæðum (Special Administrative Region) eru ekki tengdar reglum Alþýðulýðveldisins Kína.

Upplýsingar um möguleika á endurnýjun á vegabréfaáritun til Kína frá Hong Kong er að finna á heimasíðu „the Commisioners Office“ í Hong Kong.

Video Gallery

View more videos