Hér er að finna almennar upplýsingar um Kína sem gott er að hafa í huga þegar landið er heimsótt.

Heilsugæsla og sjúkrahús

Undanfarin ár hefur heilsugæsla tekið miklum framförum í Kína. Þrátt fyrir það má búast við miklum mun á þjónustu frá stað til annars. Í Beijing og Shanghai eru stærstu vestrænu spítalarnir. Mælt er með því að ganga frá sjúkra- og ferðatrygginu áður en lagt er afstað og taka öll lyfseðilsskyld lyf með að heiman.

Hótelbókanir

Hægt er að bóka hótel ef farið er á eign vegum á eftirfarandi heimasíðum:

Vatn

Ekki er ráðlagt að drekka kranavatn eða fá sér klaka með drykkjum í Kína. Þetta á við um allt land. Best er að sjóða allt vatn sem notað er eða drekka flöskuvatn.

Matvæli

Matareitranir hafa stundum valdið vandræðum meðal ferðalanga í Kína, sér í lagi á sumrin. Gangið úr skugga um að matur sé gegnsteiktur. Ávexti og grænmeti er erfitt að þrífa. Best er að fjarlægja hýðið, síðan sjóða. Þá geta mjólkurvörur verið afar varasamar ef ekki geymdar á réttan hátt.

Gjaldmiðill

Kínverski gjaldmiðillinn er Renmibi (RMB), í daglegu tali nefnt Yuan eða „Kvai“. Alþjóðlega er kínverski gjaldmiðillinn nefndur Yuan (CYN). Hægt er að skoða gengi gjaldmiðla á eftirfarandi vefsvæði.

Greiðslukort

Greiðslukort verða æ algengari í Kína. Hægt er að greiða með greiðslukorti á alþjóðlegum hótelum, veitingastöðum og vestrænum verslunarkeðjum. Hraðbankar eru aðgengilegir í flestum stórborgum landsins. Hámark upphæða sem hægt er að taka út með greiðslukorti er ákveðið af þeim banka sem gefur kortið út á Íslandi.

Samgöngur í Beijing

Staðið hefur verið í umtalsverðum umbótum á samgöngukerfinu undanfarin ár. Neðanjarðarlestarkerfið hefur verið stækkað umtalsvert og ferðir eru tíðar.

Einnig er mikið er af leigubílum og þeir eru tiltölulega ódýrir en grunngjaldið er 10 RMB. Ekki tíðkast að gefa þjórfé og ekki borgar sig að reyna að semja um verðið fyrirfram. Best er að láta mælirinn gilda.

Hér má finna lítinn leigubíla-leiðarvísi um Beijing en hann er hægt að nota til að komast á milli helstu staða. Bílstjórarnir geta flestir lesið kínverska letrið og farið á þann stað sem óskað er eftir.

Ekki er leyfilegt fyrir erlenda ríkisborgara að aka bifreið í Beijing án þess að þeyta próf og fá útgefið sérstakt ökuskirteini.

Símasamband

Frá Íslandi til Kína: 0086 landsnúmer svæðisnúmer 8 stafa símanúmer
Frá Kína til Íslands: 00354 7 stafa símanúmer

Rafmagnsinnstungur

Alþjóðleg hótel bjóða uppá innstungur fyrir vestrænar klær. Ef ferðast er í dreifbýli er mælt með að taka fjölnota innstungu með i för.

Veðurfar

Veðurfar í Kína er mjög fjölbreytilegt milli árstíða og staðsetningar í landinu. Upplýsingar um hvernig veðrið er má nálgast hér.

Almennir frídagar í Kína

1. janúar – nýarsdagur
1. maí – frídagur verkamanna
1. október – Þjóðhátíðardagur Kína

Kínverska nýárið fellur að jafnaði í febrúar á ári hverju en dagsetning er breytileg.

Video Gallery

View more videos