Ferðast til Kína

Íslendingar ferðast í síauknum mæli til Kína, hvort heldur í skipulögðum hópferðum eða á eigin vegum. Mælst er til þess að þeir sem ferðast á eigin vegum sendi sendiráðinu upplýsingar um ferðaáætlun svo hægara sé um vik að leita fólk uppi ef þess gerist þörf. Hægt er að gera slíkt í gegnum netfangið icemb.beijing@utn.stjr.is. Ítrekað er að farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Hér til hliðar er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir, bólusetningar og ýmis hagnýt atriði sem hafa ber í huga þegar haldið er heimsókn.

Video Gallery

View more videos