Breyttar reglur varðandi búsetuskráningu í Kína

Þann 1. nóvember 2007 gengu í gildi nýjar reglur um búsetuskráningu í Kína.

Allir sem búsettir eru í Kína eru skyldugir til að skrá búsetu sína hjá yfirvöldum. Samkvæmt reglum frá „Public Security Bureau“ eru allir skyldugir, frá 1. nóvember 2007, til að skrá sig á næstu hverfislögreglustöð 24 klukkustundum eftir komuna til Kína. Reglur þessar gilda einnig ef flutt er innan sömu borgar.

Brot varðar sektum allt að 5000 RMB fyrir þá aðila sem ekki hafa gengið frá búsetuskráningu sinni á innan við 24 klst.

Einnig skal skrá alla gesti sem dvelja á einkaheimili lengur en 3 daga. Sumstaðar er nægilegt að skrá gestina hjá eigin „management office”. Skráning á að eiga sér stað innan við 24 klukkustundum frá komu.

Athugið að ef dvalið er á hóteli, þá sér hótelið sjálfkrafa um að búsetuskrá gesti sína.

Sendiráðið hvetur alla íslenska ríkisborgara til að ganga úr skugga um að þeir séu rétt skráðir og skrá sig sem fyrst ef svo er ekki.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér (sjá kafla III og IV).

Video Gallery

View more videos