Þjónusta við Íslendinga

Borgaraþjónusta

Sendiráðið er umsóknarstöð fyrir fyrir íslensk vegabréf,  gefur út neyðarvegabréf og liðsinnir íslenskum ríkisborgurum í vanda, oft í samvinnu við kjörræðismenn í umdæmisríkjum sendiráðsins. 

Vegabréfsáritanir

Sendiráðið í Peking gefur út vegabréfsáritanir inn á Schengensvæðið fyrir erlenda ríkisborgara sem eiga erindi til Íslands. 

Viðskiptaþjónusta og menningarráðgjöf

Sendiráðið starfar náið með íslenskum fyrirtækjum og viðskiptafulltrúi sendiráðsins veitir þeim aðstoð og ráðgjöf. Að sama skapi veitir menningarfulltrúi sendiráðsins aðstoð og ráðgjöf á sviði menningarmála.  Sendiráðið getur haft milligöngu um útgáfu opinberra skjala í samstarfi við viðeigandi stofnanir á Íslandi.

Video Gallery

View more videos