Stjórnmálasamskipti

Ísland og Kína tóku upp stjórnmálasamband þann 8. desember 1971. Síðan þá hafa samskiptin aukist jafnt og þétt. Kína opnaði sendiráð í Reykjavík árið 1972 og Ísland í Peking árið 1995. Fyrsti þjóðhöfðingi Íslands til að heimsækja Kína var Vigdís Finnbogadóttir forseti árið 1995 og fyrsti þjóðhöfðingi Kína til að heimsækja Ísland var Jiang Zeming árið 2002. Fjöldi samninga er í gildi milli þjóðanna, þ.á.m. á sviði viðskipta, menningar og ferðaþjónustu.

Video Gallery

View more videos