Völundur Snær sigrar í keppni matreiðslumanna

Völundur Snær Völundarson sigraði í gær keppni matreiðslumanna erlendis frá á Alþjóðlegu matreiðslukeppninni í Peking. Fyrir vikið hlaut hann verðlaunin Yi Yin Cup. Keppt var í liða- og einstaklingskeppni og hlaut Völundur fyrstu verðlaun í þeirri síðarnefndu.

Í tilkynningu segir að keppnin fari fram árlega en var í fyrsta skipti opin erlendum matreiðslumönnum. Alls kepptu tvö þúsund kínverskir kokkar í innlendu keppninni og tvö hundruð í þeirri erlendu. Hér er um glæsilegan árangur að ræða því margir af fremstu og þekktustu matreiðslumönnum heims tóku þátt í keppninni, t.d. var franska liðinu meðal annars stýrt af hinum kunna matreiðslumanni Cyril Rouquet sem jafnframt er kynnir í þáttunum Top Chef.

Keppnin fór fram á Ólympíuleikvanginum í Peking og var hluti af sýningu en að baki henni standa kínversk stjórnvöld og kínverska matarsjónvarpsstöðvar en markmiðið er að fá kínverska matarmenningu skráða á Heimsminjaskrá UNESCO.

Video Gallery

View more videos