Viðtöl við sendiherra í Íslandsstofu 12. desember

 

Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Peking, verður til viðtals miðvikudaginn 12. desember. 
 
Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.
 
Auk Kína eru umdæmislönd sendiráðsins:  Ástralía, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Kambódía, Laos, Taíland og Víetnam.
 
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 400 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is
 
Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is

Video Gallery

View more videos