Viðtal í kínversku vefsjónvarpi

Einn fjölsóttasti vefmiðill Kína, QQ, hefur birt ítarlegt viðtal við Áslaugu Jónsdóttur barnabókahöfund og myndskreyti sem heimsótti Peking nýlega. Viðtalið var tekið í tilefni af útgáfu sex bóka í Skrímslaseríunni sem Áslaug er höfundur að ásamt fleiri norrænum barnabókahöfundum. Fleiri en 700 milljónir kínverskir notendur vafra reglulega um QQ sem er flaggskip kínverskra veffyrirtækisins Tencent, eins af tíu stærstu netfyrirtækjum heims. Viðtalið við Áslaugu var birt á barnasvæði QQ þjónustunnar. Það má sjá í heild sinni á eftirfarandi netslóð: 

http://kid.qq.com/a/20120903/000051.htm 
 
Áslaug kom til Peking til að sækja Alþjóðabókastefnuna, Beijing International Book Fair (BIBF),  sem haldið var dagana  29. ágúst – 2. september. Þar tók hún þátt í samnorrænni málstofu. Samhöfundar Áslaugar að skrímslabókunum eru Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum. Frekari upplýsingar um útgáfuna og Bókamessuna má finna á: 
 
http://www.iceland.is/iceland-abroad/cn/islenska/frettir-og-tilkynningar/aslaug-jonsdottir-a-bokamessunni-i-peking/9245/ 

Video Gallery

View more videos