Við leitum að öflugu starfsfólki í áritanadeild sendiráðsins

Staða: Starfsmaður í áritanadeild

Staðsetning:  Sendiráð Íslands í Peking, Kína

Umsóknarfrestur: 8. október 2017

 

Sendiráð Íslands í Peking leitar að tveimur öflugum einstaklingum með góða skipulagshæfni og jákvætt hugarfar til starfa við áritanadeild sendiráðsins. Þeir þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

 

Starfslýsing

Starfið felst einkum í afgreiðslu umsókna kínverskra ferðamanna um vegabréfsáritun til Íslands. Afgreiðsluferlið hjá áritanadeild skiptist í móttöku og skráningu umsókna, ítarlega skoðun fylgiskjala til þess að sannreyna sannleiksgildi gagna - að umsóknir uppfylli skilyrði Schengen reglna um útgáfu áritana og að lokum útgáfu áritana í samráði við forstöðumann áritanadeildar.

 

Hefðbundinn vinnudagur í áritanadeild felur þannig í sér skráningu nýrra umsókna í tölvukerfi sendiráðsins, skoðun fylgiskjala umsókna, símtöl við banka, vinnuveitendur umsækjenda og aðra aðila sem umsækjandi nefnir í umsókn sinni, svara almennum fyrirspurnum sem berast í síma og tölvupósti, eiga samskipti við þjónustuaðila sendiráðsins í Kína, Útlendingastofnun á Íslandi og aðra aðila.

 

Starfið krefst góðrar dómgreindar og getu til að vinna samkvæmt lögum og reglum Schengen um útgáfu vegabréfsáritana.

 

Hæfniskröfur

Við leitum að samstarfsfúsum einstaklingum sem vinna vel í hóp, eru sjálfstæðir og nákvæmir í vinnubrögðum, heiðarlegir, sýna frumkvæði og eiga auðvelt með að hafa yfirsýn yfir stöðu verkefna þrátt fyrir mikið álag.

 

Auk þess:

Menntun sem nýtist í starfi.

Góð tungumálakunnátta á kínversku og ensku.

Reynsla af afgreiðslu Schengen umsókna eða sambærileg reynsla.

Reynsla af samstarfi í alþjóðlegu og/eða fjölmenningarlegu umhverfi.

Geta til að vinna undir álagi og viðhafa góð samskipti á sama tíma.

 

Umsóknarfrestur

Til þess að sækja um stöðuna skal senda ferilskrá og almenna starfsumsókn með mynd fyrir 8. október 2017 á netfangið emb.beijing@mfa.is

Video Gallery

View more videos