Verk Guðrúnar Kristjáns og Ingu Svölu sýnd í Peking

Listakonurnar Guðrún Kristjánsdóttir og Inga Svala Þórsdóttir eiga verk á China Art Industry Expo í Peking sem hófst í síðustu viku. China Art Industry Expo er fjölbreyttur listviðburður þar sem ýmis gallerí og listastofnanir kynna starfsemi sýna og sendiráð í Peking lána verk til alþjóðlegan hluta sýningarinnar.  Tvö verk eftir Guðrúnu eru til sýnis þau heita Snjómenjar I og Snjómenjar II. Fjögur verk eftir Ingu Svölu eru til sýnis en þau tilheyra Borg seríunni þar sem sólgangur er kortlagður. Listakonurnar lánuðu verkin til sýningarinnar. 

Video Gallery

View more videos