Utankjörfundaatkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga

Utankörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 2012 hófst þann 7. maí. Hægt er greiða atkvæði í sendiráði Íslands í Peking á opnunartíma þess kl. 9.00 - 17.00 alla virka daga. Heimilisfang sendiráðsins er:

Landmark Tower 1 #802,
8 North Dongsanhuan Rd,
Chaoyang District,
Beijing 100004, China

Kjósendum í umdæmisríkjum sendiráðsins er bent á að hafa samband við kjörræðismenn á sínu svæði. 

Athygli er vakin á því, að kjósendum ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Upplýsingar um frambjóðendur og fleira sem við kemur kosningunum má finna á eftirfarandi vefslóð: www.kosning.is

Upplýsingar um kjörræðismenn má finna á:  http://www.iceland.is/iceland-abroad/cn/islenska/um-sendiradid/raedismenn/

Video Gallery

View more videos