Sýning á íslenskri list í Hong Kong

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þriðjudaginn 10. september opnaði sýning á íslenskum listaverkum í Hong Kong. Um 80 verk eru til sýnis en þau eiga það öll sameiginlegt að koma úr listaverkasafni Anthony J. Hardy sem var um árabil kjörræðismaður Íslands í Hong Kong. Sýningin ber heitið „Ingenious Iceland.“  Stefán Skjaldarsson sendiherra, Anthony Hardy og Florian Knoothe, framkvæmdastjóri safns Háskólans í Hong Kong, fluttu ávörp við opnunina. Hægt er að kynna sér sýninguna betur á heimasíðu Sambands íslenskra myndilstarmanna með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

http://sim.is/syningar/stor-syning-a-islenskum-malverkum-i-hong-kong/

(Á mynd frá vinstri til hægri: Sigurður Guðmundsson, Margrét Tryggvadóttir, Jóhann Ágúst Hansen, Stefán Skjaldarsson, Birgit Nyborg, Anthony Hardy, Susan Hardy og Florian Knoothe) 

Video Gallery

View more videos