Stytta eftir Steinunni sýnd í Ástralíu

Mynd frá sýningunni í fyrra sem sýnir verk eftir Byeong DooMoon - i have been dreaming to be a tree ... II , Sculpture by the Sea, Bondi 2011
Höggmynd Steinunnar Þórarinsdóttur verður til sýnis við ströndina í Sydney í Ástralíu á hinni frægu Scultpture by the Sea, Bondi sýningu sem haldin er árlega. Á sýningunni er verkum er stillt upp í fjörunni meðfram fallegri gönguleið milli Bondi og Tamarama sem skapar áhrifaríkt samspil listarinnar og hafsins. Verk eftir 113 listamenn verða á sýningunni, þar af 36 erlenda. Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum sýningarinnar er stytta Steinunnar tillgreind sem dæmi um verk eftir fræga erlenda listamenn ásamt verkum Sui Jianguo frá Kína og Bretans Sir Anthony Caro. Sýningin verður haldin dagana 18. október til 4. Nóvember og er þetta í 16. skipti sem hún fer fram.  Búist er við hálfri milljón gesta á sýninguna.

 

 

Video Gallery

View more videos