Sendiherra flytur erindi í Kvennaháskóla Kína

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kristín A. Árnadóttir sendiherra flutti erindi um kynjajafnrétti og stöðu jafnréttismála á Íslandi í Kvennaháskóla Kína (China Women’s University) í Peking í dag. Fyrirlesturinn var upphaf fundaraðar í háskólanum með fulltrúum erlendra ríkja og fór fram í hátíðarsal skólans. Um 400 nemendur, kennarar og aðrir gestir voru viðstaddir.
 
Mikill áhugi er í Kína á jafnréttismálum og á Íslandi almennt. Í fyrirlestrinum var fjallað um stefnumörkun íslenskra stjórnvalda á sviði kynjajafnréttis og aðferðum og árangri kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Einnig voru til umræðu áhrif fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var árið 1995 í Peking. Góðar umræður spunnust í kjölfarið og spurðu nemendur við skólann m.a. um samskipti kynjanna, leiðtogahæfileika og þjálfun kvenna og Norðurslóðasamstarf. 
 
Kvennaháskólinn er sá elsti og þekktasti sinnar tegundar í landinu og sérhæfir sig í menntun kvenna á háskólastigi og rannsóknum í kvenna- og kynjafræði og tengdum greinum. Um 5500 nemendur eru við skólann, þar af 95% konur. Fundarstjóri var aðstoðarrektor skólans, prófessor Li Mingshun. 
 
 
 
 

Video Gallery

View more videos