Selma og Gunnar með tónleika í Pekingháskóla

Selma Guðmundsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari héldu tónleika í gær fimmtudaginn 14. júní í Þúsaldarhöll Pekingháskóla. Áætlað er að 400 gestir hafi sótt tónleikana og varla var laus stóll í salnum þar sem nemendur, kennarar og almenningur hlýddu á dagskrá sem kenndi ýmissa grasa, m.a. íslensk og kínversk þjóðlög. Tónleikarnir stóðu í á þriðju klukkustund og lófaklappið eftir hvert lag jókst eftir því sem á leið og dúettinn flutti aukalag eftir fögnuðinn í lok tónleikana. Eftir á voru geisladiskar boðnir til sölu og Selma og Gunnar árituðu þá fyrir tónleikagesti. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í tvegggja vikna tónleikaferð Selmu og Gunnars um Kína þar sem þau munu koma við í Sjanghæ, Yangzhou og Hangzhou.  

Video Gallery

View more videos