Ný verksmiðja Promens í Taicang

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Promens Asia opnaði nýja verksmiðju sína í Taicang í Jiangsu héraði laugardaginn 30 nóvember s.l. Það var Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, sem  gangsetti verksmiðjuna við hátíðlega athöfn . Opnunarathöfnin markar upphaf framleiðslu Promens í Kína, auk þess sem drög að frekari fjárfestingum Promens á svæðinu voru kynnt. Meðal gesta voru Stefán Skjaldarson sendiherra Íslands í Kína, Lu Yan, varaborgarstjóri Taicang, Wang Hong Xing, formaður kínverska kommúnistaflokksins í Chengxiang, og Hu Jie, borgarstjóri Chengxiang. Íslendingum búsettum í Sjanghæ i og nágrenni  var boðið í opnunina með aðstoð Íslendingafélagsins þar í borg. 
 
Hægt er að lesa um verksmiðjuna frekar á: http://www.promens.com/desktopdefault.aspx/tabid-59/97_read-946/
 
Frekar er hægt að kynna sér starfsemi fyrirtækisins á: http://www.promensasia.com/
 
 
 

Video Gallery

View more videos