Ný rannsóknarstöð fyrir flogaveika í Peking

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ný miðstöð fyrir ráðgjöf og rannsóknir á flogaveiki var nýlega opnuð á Sanbo spítalanum í Peking. Tilurð miðstöðvarinnar er að frumkvæði spítalans en með stuðning Landssamtaka flogaveikra í Kína (China Association Against Epilepsy (CAAE)) og Basic Needs, sem eru bresk samtök sem berjast fyrir réttindum flogaveikra og aðgengi þeirra að læknisþjónustu víðs vegar um heiminn. Miðstöðin var opnuð á Sanbo spítalanum þann 20. júní 2013 þar sem hópur fulltrúa frá áðurnefndum samtökum gaf tölu. Þeirra á meðal var doktor Li Shichuo, forseti CAAE, og Zhang Yang, forstjóri Sanbo spítalans. Erla Karen Magnúsdóttir leiðir starf Basig needs í Kína en það var samstarfskona hennar, Sigurrós Ying Xingxing sem las ávarp frá stofnanda Basic Needs samtakanna, Chris Underhill, við opnun miðstöðvarinnar. Sigurrós var nemi í íslensku við háskóla erlendra fræða og ein úr hópi fyrstu nemendann í Kína sem útskrifuðust með gráðu í íslensku. Hafliði Sævarsson, menningar- og viðskiptfulltrúi sendiráðs Íslands í Peking var viðstaddur viðburðinn. 

 

 

 

 

Video Gallery

View more videos