Ný miðstöð fyrir Norðurslóðarannsóknir stofnuð í Sjanghæ

Þann 10. desember s.l. var Kínversk-norræna Norðurslóðarannsóknarmiðstöðin stofnuð í Sjanghæ. Stofnunin er samstarfsverkefni fjögurra kínverskra stofnana og sex norrænna frá öllum fimm Norðurlöndunum. Rannís er íslenski samstarfsaðilinn í verkefninu en stofnunin sjálf verður rekinn innan kínversku heimsskautastofnunarinnar í Sjanghæ. Í tilkynningu frá stofnuninni er þrjú markmið með fræðistarfi hennar tilgreind. Fyrsta er að fræðast um loftslag á Norðurslóðum og afleiðingar þess. Annað er að fræðast um auðlindir, skipaflutninga og efnahagslega samvinnu á svæðinu. Þriðja er að greina lög og stefnur sjórnvalda  er varða Norðurslóðir. Fræðimenn frá Norðurlöndunum og Kína, fulltrúar kínverska utanríkisráðuneytisins, norrænna aðalræðisskrifstofa í Sjanghæ og Stefán Skjaldarsson sendiherra voru viðstaddir stofnunina.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Norðurslóðagáttarinnar: http://www.arcticportal.org/news/25-other-news/1136-china-nordic-arctic-research-center-inaugurated

Video Gallery

View more videos