Nám í kínversku og öðrum málum með nýju smáforriti

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Cooori hefur hleypt nýju smáforriti af stokkunum sem býður upp á nám í kínversku og níu öðrum tungumálum sem hlotið hefur nafnið LingoWorld. Forritið er aðgengilegt í „iTunes app“-búð Apple fyrirtækisins þar sem má hala því niður að kostnaðarlausu.  Það byggir á gervigreind sem getur aðlagað sig að lærdómshæfileikum nemenda. Forritið hentar t.d. fyrir þá sem eru á ferðalagi milli landa en með því má læra undirstöðuatriðin á meðan á ferð í nýtt tungumálaumhverfi stendur yfir.  Cooori setti forritið upp þannig að notendur þess geta þar lært mandarín kínversku frá öllum hinum tungumálunum en önnur tungumál sem læra má með LingoWorld eru enska, franska, íslenska, ítalska, japanska, kóreska, spánska, tælenska og þýska. Frekar má kynna sér LingoWorld á heimasíðu fyrirtækisins:

www.cooori.com/lingoworld

 

Video Gallery

View more videos